Kláruðu gönguleik Heilsubæjarins Bolungarvíkur

Bjarni Sólbergsson á Óshyrnu. Mynd: Sölvi Sólbergsson.

Gönguleikur Heilsubæjar Bolungarvíkur 2018 lauk í fyrradag hjá Bjarna Sólbergssyni með 13 viðkomustaðnum. Litli bróðir dróst með í þessa einu ferð og tók myndina af Bjarna uppá Óshyrnu með Grænuhlíð, Jökulfirðina og Bjarnanúp í baksýn. Hin myndin er af Víkinni þar sem strandveiðibátarnir voru að koma af sjónum. Bátur undir hverjum krana og þrír að bíða eftir löndun. Skriðukeilurnar sem bera einfaldlaga nafnið „Hólar“ og eru á milli safnsins í Ósvör og Ósbæjarins koma skemmtilega fram á þessari mynd. Betra hefði verið að hafa myndavél en síma gæðanna vegna, því litlu skriðuöldurnar eru áhugaverðar næst safninu og hefðu mátt sjást betur. Malbikunarstöðin í fullum gír á miðri mynd á gamla flugvellinum.

Bolungarvík. Mynd: Sölvi Sólbergsson.

Sölvi R Sólbergsson

DEILA