Fimm ættliðir komu saman í Bolungarvík

Þær skemmtilegu fréttir bárust BB að fimm ættliðir hefðu hittst í Bolungarvík núna um Verslunarmannahelgina. Það var hann Elías Ketilsson, sem verður níræður þann 16. desember næstkomandi, sem eignaðist barnabarnabarnabarn 15. júlí síðastliðinn. Þá fæddist þeim Aniku Sól Ólafsdóttur og Michael Péturssyni sonur en Anika er þá barnabarnabarn Elíasar. Sonur hennar og Michaels verður skírður núna um helgina en sá litli svaf pollrólegur í fangi langalangafa síns þegar fjölskyldan hittist.

Stoltu foreldrarnir þau Anika Sól Ólafsdóttir og Michael Pétursson. Mynd: Arna Ketilsdóttir.
Elías Ketilsson með óskírðan Michaelsson. Mynd: Arna Ketilsdóttir.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA