Endurmenntun atvinnubílstjóra

Sigurður Páll Jónsson, varaþingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á fimm ára fresti. Réttindin eru gefin til kynna með tákntölunni 95 og er í lok gildistíma sett í sviga aftan við tákntöluna. Talan gildir í öllum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins og veitir bílstjóra aðgang að atvinnumarkaði bílstjóra í þessum ríkjum. Skylda til endurmenntunar nær til allra sem halda réttindum til að aka bifreiðum í atvinnuskyni í þessum flokki.

Þeir sem þurfa að sækja endurmenntun eru þeir bílstjórar sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2018. Hinir og reyndar allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að klára endurmenntun. Þetta ákvæði varð að lögum í febrúar 2015 ásamt fleiri ákvæðum í umferðalögum eftir innleiðingu EES-gerða. Þessi námskeið byrjuðu á síðasta vetri og kvörtuðu menn yfir því að námsefnið ætti lítið við aðstæður hér á Íslandi og kæmu því að litlu gagni fyrir atvinnubílstjóra. Kostnaður er gríðarlegur sem og ferða og dvalarkostnaður fyrir þá sem koma af landsbyggðinni. Beiðnir um að námskeiðin séu haldin víða út á landi hafa ekki fengið góð viðbrögð eða þann skilning að koma til móts við landsbyggðar atvinnubílstjóra.

Sigurður Páll Jónsson alþingismaður
fyrir Miðflokkinn í Norðvestur kjördæmi.

DEILA