Vestri vann Leikni F 3-0

Myndin er ekki frá leiknum.

Vestri vann öruggan sigur 3-0 á Leikni Fáskrúðsfirði á Olísvellinum í gær. James Mack skoraði strax á 24 mínútu fyrir Vestra en áður höfðu Garðar Logi Ólafsson og Ásgeir Páll Magnússon báðir brotið af sér og fengið gula spjaldið. Fjórum mínútum seinna fylgdi Andrew James Pew í fótspor Mack og skoraði annað mark fyrir Vestra og staðan þá orðin 2-0 fyrir Vestfirðingum. Andrew Pew var alls ekki hættur baráttunni þarna heldur skilaði Vestra öðru marki á 57 mínútu. Leiknir F átti ekki séns eftir þetta og leikurinn endaði 3-0. Vestri er því í 5. sæti 2. deildar með 21 stig.

Næsti leikur 2. deildar liðs Vestra í karlaknattspyrnu er við Hött á Egilsstöðum en þeir mætast laugardaginn 28. júlí á Vilhjálmsvelli.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA