Verkís og Vegagerðin sóttu um leyfi til rannsóknarborana á tveimur stöðum vegna Álftafjarðarganga

Svæðið fyrir ofan flugvöllinn, gengt þverun Skutulsfjarðar.

Verkís hf. fyrir hönd Vegagerðarinnar óskaði eftir leyfi hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar til rannsóknarborana á tveimur stöðum í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, annars vegar gengt þverun yfir Skutulsfjörð og hins vegar neðan Naustahvilftar.

Á síðasta fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar veitti nefndin heimild fyrir borun gengt þverun Skutulsfjarðar en ekki neðan Naustahvilftar og lagði til að nýtt borstæði verði valið með hliðsjón af gangamunna í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Í samtali sagði Jóhann Birkir Helgason að Verkís hafi fundið nýjan stað innar í firðinum. Alþingi hefur veitt litla fjárhæð til jarðgangarannsókna vegna Álftafjarðarganga en árið 2001 gerði vinnuhópur um öryggismál yfirlitsathugun á meðal annars gangleiðum milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Niðurstaðan þá var að líklegasti staður fyrir göng væri undir Naustahvilft til að forðast snjóflóðahættu, en gallinn er sá að þar er urðarkápan (skriðan) væntanlega þykkari en annars staðar og er mikið verk að grafa sig í gegnum hana, og getur orðið mjög áberandi ekki síst þarna beint á móti eyrinni.

Athuga þarf fleiri staði og tengjast þessar rannsóknarboranir því. Nú þegar hefur verið hafist handa við tilraunaboranir.
Umsókn Verkís til Ísafjarðarbæjar má sjá hér.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA