Tveir leikmenn úr 4. flokki Vestra valin í knattspyrnuskóla KSÍ

Það eru margar feykiflottar knattspyrnukonur í Vestra. Lilja Borg er ein þeirra.

Lilja Borg Jóhannsdóttir og Kári Eydal, leikmenn 4. flokks Vestra, hafa verið valin til að taka þátt í knattspyrnuskóla KSÍ. Þau hafa nú fengið kallið eftir að hafa tekið þátt í Hæfileikamótun KSÍ og eru nú komin á annað stig leitar sambandsins að framtíðar landsliðsmönnum. Lilja Borg mun mæta til leiks í höfuðstöðvarnar þriðjudaginn 17. þessa mánaðar en þaðan mun hópurinn fara í rútu í Garðinn á Reykjanesi þar sem hann mun dvelja í tvo sólarhringa við æfingar og fræðslu, áður en haldið er heim á leið. Kári mun leggja upp í samskonar ferð þann 19. júli.

Kári Eydal.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og vitum að þau munu standa sig frábærlega.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA