Þórður fer til Riga með landsliði U-18

Þórður Gunnar Hafþórsson í meistaraflokki Vestra var valinn í lokahóp U-18 landsliðsins.

Þórður Gunnar Hafþórsson, leikmaður Vestra, hefur verið valinn í lokahóp U-18 landsliðs Íslands sem mun halda til Riga í Lettlandi í næstu viku. Þar munu þeir stunda æfingar og þétta hópinn áður en þeir etja kappi við heimamenn fimmtudaginn 19. júlí annars vegar og 21. júlí hins vegar. Þeir munu síðan koma heim strax þann sama dag, reynslunni ríkari.

Við óskum Þórði Gunnari innilega til hamingju og einnig góðs gengis í þessum leikjum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA