Stöndum saman hópurinn safnaði fyrir hjartastuðtæki

Skipstjórinn Guðjón Jóhannes og Magnús Hrafn taka við tækinu frá Steinunni Einarsdóttur frá Stöndum saman Vestfirðir hópnum.

Forsvarskonur hópsins, Stöndum saman Vestfirðir, eru duglegar við að hvetja Vestfirðinga til að snúa bökum saman og safna fé fyrir hlutum sem vantar sárlega. Þetta eru þær Steinunn Einarsdóttir á Flateyri, Hólmfríður Bóasdóttir og Tinna Hrund Hlynsdóttir á Ísafirði. Nú síðast söfnuðu þær fé fyrir tveimur hjartastuðtækjum sem eiga að fara um borð í björgunarskip á Ísafirði og Patreksfirði. Laugardaginn 7. júlí afhentu þær stöllur svo alsjálfvirka hjartastuðtækið sem verður um borð í Björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni á Ísafirði. Að hafa tæki af þessu tagi um borð í skipinu eykur öryggi áhafnar og annarra sjófarenda til muna. Viðtakendur og safnarar vilja færa öllum sem lögðu verkefninu lið sínar bestu þakkir og það verður spennandi að sjá hverju Stöndum saman hópurinn safnar fyrir næst.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA