Skyldi krían hræðast mynstur?

Kríurnar vita kannski ekki alltaf þegar verið er að reyna að aðstoða þær. Mynd: Háskólasetur Vestfjarða.

Það eru mörg áhugaverð verkefni sem nemendur Háskólaseturs Vestfjarða taka sér fyrir hendur. Eitt þeirra er verkefni Kelly Umlah meistaranema í Sjávarbyggðafræði en hún gerði tilraun með vegmálningu til að forða kríuungum frá því að þvælast upp á veginn við Bolungarvík og verða fyrir bílum. Tilgangurinn með tilrauninni er líka að reyna að koma í veg fyrir að kríurnar angri vegfarendur á göngustígum. Slík tilraun hefur einu sinni áður verið gerð á Íslandi. Háskólasetur Vestfjarða vill þakka Vegagerðinni og Bolungarvík fyrir að veita leyfi og ýmsa aðra aðstoð. Náttúrustofa Vestfjarða fær einnig þakkir fyrir margvíslega aðstoð.

Mynd: Háskólasetur Vestfjarða.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA