Sjávarútvegsmótaröðin í golfi á góðri siglingu

Það sýður á súðum í golfstarfinu þessa dagana og á laugardaginn 7. júlí var haldið Arctic Fish mótið á Tungudalsvelli. Á fimmta tug keppanda tóku þátt í mótinu sem fram fór í blíðskaparveðri. Keppt var í höggleik í þremur flokkum; karla, kvenna og unglingaflokki. Einnig voru veitt verðlaun í punktakeppni.

Sigurvegari í höggleik karla var Janusz Pawel Duszas

Í höggleik kvenna sigaraði Björg Sæmundsdóttir

Í unglingaflokki sigraði Jón Gunnar Kanishka Shiransson

Sigurvegari í punktakeppni var Pétur Már Sigurðsson

Að leik loknum bauð Arctic Fish til kvöldverðar í golfskálanum eftir að verðlaunaafhending hafði farið fram.

Gunnar

DEILA