Sex sektaðir fyrir að nota síma í akstri

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að í gær voru sex ökumenn kærðir fyrir að nota farsíma, án handfrjáls búnaðar, meðan á akstri stóð. Öll þessi brot áttu sér stað í umferðinni á Ísafirði. Lögreglan segir jafnframt að það sé mikilvægt að ökumenn virði þessar reglur sem settar eru í þágu umferðaröryggis. Auk þess sem sektir við þessum brotum eru mjög háar eða 40.000 kr. Eftirlit lögreglu fer ekki einvörðungu fram í merktum lögreglubifreiðum.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA