Páll Pálsson heldur til veiða

Kristján Jóhannsson og Albert Högnason. Mynd: Gunnar Þórðarson.

Blaðamaður fékk fylgd stjórnarformans Hraðfrystihússins Gunnvarar, Kristjáns G. Jóhansson, og þróunarstjóra Skaginn 3X, Alberts Högnasonar, um Pál Pálsson þar sem var verið að leggja lokahönd á uppsetningu á búnaði fyrir fyrstu veiðiferð skipsins. Skaginn 3X sá um smíði og uppsetningu á öllum búnaði á millidekki og í lest togarans. Hvert smáatriði er úthugsað við hönnun og smíði á búnaði til að bæta framleiðni við blóðgun, slægingu og frágang í lest, og létta áhöfninni störfin um borð. Það skiptir miklu máli að hægt sé að ganga frá fiski í lest á sem skemmstum tíma til að hámarka gæði aflans.

Það er nánast allt nýtt í Páli. Unnið er að því að setja ný kör um borð og nýja hlera aftan á.

Skipið fór í prufutúr fyrir viku síðan og reyndist allur búnaður vel, að sögn Kristjáns, sem var með í þeirri för. Hann tók til þess að spil skipsins framleiddu 40 kW á meðan trollinu var slakað niður á sjávarbotninn. Prófað var að slaka út og draga tvö troll en skipið er útbúið til þess, með þrjár togvindur. Páll er einstaklega umhverfisvænn og miðað við góða veiði og tvö troll úti mun hann nota minni olíu á veitt tonn en áður þekkist.

Á millidekki eru tveir RotexTM skrúfutankar sem geta kælt sitthvora tegund af fiski á sama tíma og lifur er kæld í sér tanki og pakkað í plastpoka áður en gengið er frá henni niður í lest.

Gert er ráð fyrir að lagt verði í fyrsta túrinn á laugardag.

Gunnar

DEILA