Magadans á Ísafirði í dag

Magadans er fyrir konur á öllum aldri af öllum stærðum og gerðum.

Magadanskennarinn Rósana verður með þriggja daga magadansnámskeið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 2. – 4. júlí. Magadans er fyrir konur á öllum aldri í öllum stærðum og gerðum. Kennt verður á milli 16:30 og 18, mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Best er mæta í þægilegum fatnaði, en ekki þarf að öðru leiti sérstakan klæðnað. Námskeiðið er miðað við byrjendur, en lengra komnar eru líka velkomnar. Rósana er reyndur magadanskennari og dansari. Hún hefur kennt á Íslandi og við Persaflóann frá árinu 2008 og kennir nú í Kramhúsinu.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA