Maður bjargaðist eftir að kviknaði í strandveiðibát

Björgunarfélag Ísafjarðar hefur sagt frá því að björgunarskipið Gunnar Friðriksson var kallaður út í morgun en kviknað hafði í strandveiðibát úti fyrir Straumnesi. Mannbjörg varð er nærstaddur bátur bjargaði skipverjanum eftir að hann komst í björgunarbát.
Áhöfn Gunnars gerði það sem hún gat til slökkva í en báturinn sökk stuttu eftir að áhöfnin á Gunnari hóf slökkvistarf. Meðfylgjandi mynd er frá Björgunarfélagi Ísafjarðar.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA