Knattspyrnulið Vestra mætir Leikni í dag

Myndin er ekki frá leiknum.

Leikur 2. deildar liðs Vestra við Leikni sem átti að vera í gær var færður fram til klukkan 14 í dag, sunnudaginn 22. júlí. Vestra hefur gengið ágætlega í síðustu 5 leikjum, unnið 4 og gerðu svo jafntefli við Kára 2-2. Vestri er því í 6. sæti 2. deildar með 18 stig. Leiknir er í 10 sæti með 10 stig en þeir hafa unnið 1 leik af síðustu 5, og þá 1-0 gegn Hetti. Þeir töpuðu síðasta leik við Víði og gerðu jafntefli við Aftureldingu, Völsung og Tindastól.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA