Hver verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar?

Ísafjarðarbær hefur nú birt lista yfir þá sem sóttu um stöðu bæjarstjóra. Þar kennir ýmissa grasa og greinilegt að fólk úr ýmsum stöðum hefur sótt um að vera bæjarstjóri. Fyrrum bæjarstjórar Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar sóttu þó ekki um, en einn umsækjanda er Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og starfandi bæjarstjóri. Á listanum er einnig Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri, en hann er forkólfur Lýðháskólans á Flateyri og á jafnframt hús þar. Runólfur sótti einnig um stöðu forstjóra Vegagerðarinnar en fékk ekki. Þá má sjá nafn Glúms Baldvinssonar, en hann ku vera sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og mikill Vestfirðingur. Fleira mætafólk er á listanum sem má lesa hér:

Ágúst Angantýsson, M.Sc. Umhverfis- og auðlindastjórnun.
Ármann Halldórsson, sviðsstjóri.
Ármann Jóhannesson, byggingarverkfræðingur.
Berglind Ólafsdóttir, ráðgjafi.
Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur.
Glúmur Baldvinsson, M.Sc. Alþjóðasamskipti.
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri.
Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegsfræðingur og M.Sc. Umhverfisstjórnun.
Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri
Miguel Martins MBA
Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Þórður Valdimarsson, viðskiptafræðingur.
Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 9. júlí síðastliðinn og Gísli Halldór Halldórsson var bæjarstjóri fram til 12. júní.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA