Hilmir og Hugi unnu silfur á Norðurlandamóti í Finnlandi

U16 landslið karla í körfuknattleik varð í öðru sæti.

U-16 landslið karla í körfuknattleik keppti á Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi nú á dögunum. Vestri á tvo leikmenn í liðinu, þá Hilmi og Huga Hallgrímssyni, sem eru einstaklega efnilegir leikmenn. Liði þeirra gekk frábærlega á mótinu og enduðu í öðru sæti mótsins og fengu fyrir vikið silfurverðlaun. Ásamt Íslandi eru það Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Noregur og Eistland sem senda lið til leiks en mót þetta hefur verið haldið í fjölmörg ár með góðri reynslu. Strákarnir okkar unnu Dani, Finna, Svía, Norðmenn en töpuðu fyrir Eistum.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA