Hey fýkur í Litlu-Ávík

Í verstu hviðunum fjúka heilu heyflyksurnar í Litlu-Ávík. Mynd: Jón G. Guðjónsson.

Jón G. Guðjónsson hefur sagt okkur þær fréttir frá Litlu-Ávík í Árneshreppi að hey sem slegið var í gær í Litlu-Ávík sé farið að fjúka. ekki var farið að snúa heyji í gær vegna vinds, en það liggur í ljánni eftir slátt. Nokkur suðvestan strekkingur var í gær þegar slegið var, en nú í dag eftir hádegið er stormur með miklum rokviðum eins og oft er í Litlu-Ávík í suðvestan hvassviðri. Mikill þurrkur er í þessum vindi á milli skúra, en það sverfur jafnt og þétt úr heyinu og í mestu kviðunum fara stórar heyflygsur í loft upp.

Mynd frá Jóni G. Guðjónssyni.

„Hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var jafnavindur um 22m/s og uppí 34 m/s í mestu kviðum. Þetta er bara eins og versti haust eða vetrarstormur þessi suðvestanátt í dag,“ skrifar Jón.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA