Einar Guðnason ÍS kominn á Suðureyri

Einar Guðnason ÍS í höfn á Suðureyri.

Þađ kom nýr bátur til Suđureyrar á dögunum, sem heitir Einar Guđnason ÍS 303. Báturinn er af gerđinni Cleopatra og hét áđur Indriđi Kristins. Hann var keyptur frá Tálknafirði og er tveggja og hálfs árs gamall og eru þrjár útgerðir sem leggja í púkk við kaup á honum að sögn Guðna Einarssonar sem sigldi bátnum heim á Suðureyri frá Hafnarfirði.

Í bátnum er autolínukerfi og eru þessi kaup liđur í því ađ gera útgerđina hagkvæmari þar sem landbeitning er mjög kostnađarsöm. „Það er farið út í þetta vegna hagræðingar. Það er verið að gefast upp á gamla kerfinu sem hefur verið hagstætt hingað til en er að ganga sér til húðar núna vegna hækkunar á veiðigjöldum og launum. Í þessu autolínukerfi þá er beitt um borð, beitningavél sem beitir um leið og lagt er.“ segir Guðni.

Aron Ingi
aron@bb.is

DEILA