Ari Eldjárn bætir við sýningu á Vagninum í dag kl.17.15

Vagninn á Flateyri.

Ari Eldjárn, jafnvel fyndnasti maður landsins kemur til Flateyrar í dag. Fyrirhugað var eitt uppistand með kappanum í kvöld kl.22, en miðasalan á TIX sprengdi skalann og er nokkuð víst að það verður þéttstappað á Vagninum í kvöld. Vegna fjölda áskorana bætir Ari við öðrðu uppistandi, sem fer fram síðdegis í dag kl.17.15.

Aukasýningin var upphaflega áætluð kl.16.30 en Vagnsfólk hafði aðeins gleymt því að ekki eru allir komnir í sumarfrí. “Núna geta allir klárað vinnuna og farið skellihlæjandi inní helgina”.

Ari er fyrir löngu orðinn einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur í fjórgang tekið þátt í að skrifa Áramótaskaup Sjónvarpsins og hefur margfyllit Háskólabíó með einstöku uppgjöri áranna, nefndu Áramótaskop. Þá fékk sýning hans “Pardon My Icelandic” frábæra dóma á Fringe hátíðinni í Edinborg og var sýnd þar fyrir fullu húsi og síðan tekin upp af Soho Theatre í London.

Miðaverð í forsölu á TIX 2.900.

Sæbjörg

DEILA