Allt á fullu hjá Skaginn 3X á Ísafirði

Í höfninni á Ísafirði er línuskipið Sighvatur GK 57 sem er gert út af Vísi í Grindavík. Skipið er nýkomið eftir gagngerar endurbætur í Póllandi og verður allur búnaður á millidekki settur um borð í Ísafjarðarhöfn. Búnaðurinn er að hluta til smíðaður hjá Skaginn 3X á Ísafirði en einnig er búnaður frá Marel settur upp hér á staðnum.

Skaginn 3X setur upp blæðingarbúnað sem byggður er á RotexTM búnaði sem var þróaður í samvinnu við Matís á Ísafirði og útgerðafélög á Vestfjörðum og styrkt af AVS rannsóknarsjóði og Vaxtarsamningi Vestfjarða. Rétt blæðing er mikilvæg fyrir gæði afurða og auknar kröfur gerðar á mörkuðum um fullnægjandi blóðgun strax að lokinn slægingu um borð. Litið er á blóðleifar í flökum sem gæðavandamál, bæði veldur það þráunun við geymslu og styttir geymsluþol afurðanna.

Ekki liggur fyrir hvenær Sighvatur getur haldið til veiða en það verður strax og búnaðurinn verður tilbúin.

Gunnar

DEILA