38 nemendur staðfestir á afreksíþróttasvið MÍ

Menntaskólinn á Ísafirði

Eins og kom fram í frétt BB mun afreksíþróttasvið MÍ verða endurvakið í samvinnu við Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ, Súðarvíkurkhrepp og íþróttafélögin á svæðinu.

Umsóknarfresti lauk síðasta fimmtudag og eru nú 38 nemendur staðfestir inn á sviðið. Skólastjórnendur í MÍ segja þetta hátt hlutfall miðað við stærð skólans, en eitthvað sem mátti alveg við búast. Mikil íþróttamenning ríkir á Vestfjörðum.

Stjórnendur MÍ telja afrekssviðið vera leið til að auka fjölbreytni í námi, auka stuðning við afreksfólk á meðan námi stendur, fjölga nemendum og síðast en ekki síst mikilvægan forvarnarþátt.

Fjölmargar kröfur eru gerðar til nemenda á afreksíþróttasviði, en þeir þurfa meðal annars að vera tóbaks- og vímuefnalausir, vera með 95% skólasókn og hafa stundað sína íþrótt í a.m.k. 3 ár og vera virkir iðkendur í íþróttafélagi.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA