Viðhorfskönnun um Vestfjarðaveg (60)

Strandlína Teigsskógs.

Guðmundur Halldórsson fékk Gallup til að gera viðhorfskönnun meðal almennings á Vestfjörðum varðandi lagningu nýs vegar í Gufudalssveit. Könnunin var síma- og netkönnun og var gerð dagana 7.-21. maí síðastliðinn. Spurðir voru 1.106 manns úr póstnúmerum 380 til 512. Þátttakendur voru 18 ára og eldri og voru handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. 556 manns svöruðu ekki, 550 manns svöruðu sem þýðir 49,7% þáttökuhlutfall.

Spurningin sem lögð var fyrir þátttakendur var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) tillögu Vegagerðar ríkisins um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit, svonefnda Þ-H leið, sem á að liggja að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði?

319 manns voru að öllu leyti fylgjandi, eða 60,8 %. 96 voru mjög fylgjandi eða 18,2 %. 49 sögðust vera frekar fylgjandi eða 9,3%. 27 manns svöruðu að þeir væru hvorki né fylgjandi eða andvíg, eða 2,1%. Frekar andvíg(ur) voru 11 manns, eða 2,1% og sami fjöldi sagðist vera mjög andvíg(ur) eða að öllu leyti andvíg(ur). Af þeim sem svöruðu voru 26 sem tóku ekki afstöðu, eða 4,6%.

Í heildina eru því 463 af 524 fylgjandi eða 88,3% og 34 andvíg(ur) eða 6,4%. Um það bil fjórðungur svarenda býr á Suðurfjörðum Vestfjarða en 75% búa annarsstaðar á Vestfjörðum.

Aron Ingi
aron@bb.is

DEILA