Tilkynning frá bb.is!

Frá stofnfundi BB útgáfufélagsins.

Kæru lesendur bb.is. Nú, eins og stundum áður, er miðillinn okkar allra að ganga í gegnum nokkrar smávægilegar breytingar. Margrét Lilja Vilmundardóttir sem gegnt hefur starfi ritstjóra vefsins er farin í fæðingarorlof og Sæbjörg Freyja Gísladóttir er tekin við starfi hennar. Ef áhugasamir vilja hafa samband við aðstandendur bb.is er sem stendur best að hringja í 857 4560 eða senda póst á sabjorg@gmail.com.

BB.is er nú sem áður miðill okkar allra á Vestfjörðum, sem og þeirra sem láta sig varða okkar málefni. Við tökum fagnandi á móti öllum aðsendum greinum og birtum þær við fyrsta tækifæri, svo lengi sem almenn kurteisi er viðhöfð í þeim. Uppbyggileg gagnrýni er alltaf af hinu góða en reynum að halda neikvæðni í lágmarki því það er ekki endilega sama sem merki þarna á milli. Við biðlum jafnframt til ykkar kæru lesendur að vera duglegir að senda okkur greinar og láta okkur vita hvað vel er gert og hvað má betur fara.

Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Þjóðfræðingur og ritstjóri bb.is

sabjorg@gmail.com

DEILA