Samgönguþingi streymt á netinu kl. 13 í dag

Í dag, klukkan 13-16:30, fer fram Samgönguþing á Hótel Sögu í Reykjavík. Á annað hundrað manns eru skráðir til þátttöku á þinginu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og samgönguráð boða til.

Á þinginu verður fjallað um stöðu og helstu áherslur í samgönguáætlun 2019-2033, framkvæmdir og fjármögnun, almenningssamgöngur, umferðaröryggi og hlutverk upplýsingatækninnar í framtíðarsamgöngum. Frummælendur fjalla um hvert málefni og í kjölfarið verða umræður með þátttöku sérfræðinga á viðkomandi sviði, ásamt fyrirspurnum úr sal.
Samgönguráð hefur yfirumsjón með gerð tillagna að samgönguáætlun. Í lögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008, segir að ráðið skuli minnst einu sinni við gerð nýrrar samgönguáætlunar standa fyrir samgönguþingi sem ætlað sé að veita ráðgjöf og leiðbeiningar við gerð samgönguáætlunar. Samgönguáætlun 2019-2033 verður lögð fyrir Alþingi í haust.

Hlekkinn á streymið má finna á vef Stjórnarráðsins.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA