Umsóknarfrestur í Lýðháskólann til 21. júní

Lýðháskólinn á Flateyri mun bjóða upp á spennandi nám næsta vetur. Mynd: lydflat.is

Umsóknarfrestur í Lýðháskólann á Flateyri er fram til 21. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá aðstandendum skólans segir að eftir þann tíma verði þó áfram tekið við umsóknum og þær afgreiddar um leið og þær berast. Til að eiga öruggt skólapláss og húsnæði á heimavist, þurfa umsóknir þó að koma inn fyrir miðnætti 21. júní.

Lýðháskólinn hefur nú þegar staðfest skólavist um það bil 2/3 þeirra nemenda sem skólinn getur tekið við. Það er því ennþá möguleiki fyrir alla þá sem hafa náð 18 ára aldri við upphaf námsannar, að sækja um og verða hluti af skemmtilegum hóp nemenda á Flateyri. Lýðháskólinn leitar eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Sótt er um á vefsvæði skólans: https://lydflat.is/umsokn/

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA