Hringtenging ekki í kortunum

Vestfirðir.

Landsnet hélt opinn kynningarfund á Hótel Ísafirði í dag og kynnti tillögu að kerfisáætlun fyrirtækisins fyrir árin 2018-2027. Á fundinum kom fram að Vestfirðir munu ekki verða hluti af hringtengingu meginflutningskerfisins á næstu árum og erfitt er að svara hvort það verði möguleiki, án nýrra virkjana á Vestfjörðum. Verkefni Landsnets á Vestfjörðum á næstu árum mun snúast um hringtengingu Suðurfjarðanna. Allir afhendingarstaðir í svæðisbundnu flutningskerfi á Vestfjörðum verða hringtengdir og verður tvöföldun á tengingu við meginflutningskerfið.

Landsnet hefur verið í viðræðum við VesturVerk um Hvalárvirkjun en ekki eru neinir samningar komnir á borðið.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA