Baldur er bilaður, engar siglingar í dag!

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Sæferðum: Farþegar athugið – áríðandi tilkynning.Í gær kom upp bilun í Baldri. Unnið hefur verið að viðgerð í nótt en nú er því miður ljóst að ekki verður hægt að sigla í dag, laugardag 16. júní.

Til skoðunar er að sigla á farþegabátnum Særúnu út í Flatey eftir að áætlun hennar lýkur. Nánari upplýsingar síðar í dag, vinsamlegast fylgist með facebooksíðu Sæferða eða á heimasíðu okkar saeferdir.is
Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum
Kveðja
Starfsfólk Sæferða

DEILA