Vann aðalverðlaun Nótunnar

F.v Pétur Ernir Svavarsson, Ingunn Ósk Sturludóttir skólastjóri TÍ, Beata Joó píanókennari og Kristín Harpa Jónsdóttir.

Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur alla tíð verið flaggskip ísfirsks menningarlífs og alið margan góðan tónlistarmanninn. Ekkert lát er á því og í gær hreppti nemandi skólans aðalverðlaun Nótunnar, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem var haldin í Eldborgarsal Hörpu. Píanistinn Pétur Ernir Svavarsson lék eigin útsetningu á Wicke Fantasia eftir Stephen Schwartz og meðleikari hans á píanó var Kristín Harpa Jónsdóttir, fyrrverandi nemandi við Tónlistarskólann á Ísafirði.

DEILA