Vann aðalverðlaun Nótunnar

Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur alla tíð verið flaggskip ísfirsks menningarlífs og alið margan góðan tónlistarmanninn. Ekkert lát er á því og í gær hreppti nemandi skólans aðalverðlaun Nótunnar, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem var haldin í Eldborgarsal Hörpu. Píanistinn Pétur Ernir Svavarsson lék eigin útsetningu á Wicke Fantasia eftir Stephen Schwartz og meðleikari hans á píanó var Kristín Harpa Jónsdóttir, fyrrverandi nemandi við Tónlistarskólann á Ísafirði.