Skemmtiferðaskip til Ísafjarðar í sumar

Gert er ráð fyrir 110 skemmtiferðaskipum í sumar til Ísafjarðar. Áætlaður farþegafjöldi er um 90 þúsund manns, þannig að gestkvæmt verður í bænum í sumar. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri sagði að töluverð aukning væri á minni skipum sem eru á hringsóli kringum landið og koma því oftar við yfir sumarið. Athyglisvert fley sem mun heimsækja Ísafjörð í sumar er skemmtiferðaskipið M/S Panorama ll, sem tekur aðeins 50 farþegar en ekki er á hvers manns færi að taka sér far með því skipi. Hér er um skipsferð í hæsta gæðaklassa og því vel efnaðir farþegar á ferðinni. Skipið er gert út af fyrirtækinu Variety Cruses

-Gunnar

DEILA