Sigur í Bolungarvík

8. flokkur Vestra hélt fjölliðamót, sem er partur af Íslandsmótinu. Leikið var í Bolungarvík laugardag og sunnudag og er skemmst frá því að segja að Vestri sigraði í öllum leikjum sínum. Úrslit voru sem hér segir:

Vestri-Hamar 57-26
Vestri-Ármann 63-12
Vestri-KR 71-20

Þjálfari Vestra er Birgir Örn Birgisson, sem var að vonum ánægður með drengina sína, sem allir stóðu sig með stakri prýði.

-Gaui

DEILA