Óskar eftir hugmyndum á sjötugsafmælinu

Tónlistarfélagið stendur fyrir fjölda tónleika í Hömrum á ári hverju.

Tónlistarfélag Ísafjarðar verður sjötugt á árinu og eru stjórn félagsins og starfsmenn Tónlistarskólans á kafi í hugmyndavinnu um hvernig að halda á upp á afmælisárið. Hins vegar leynast örugglega margar frábærar hugmyndir úti í samfélaginu. Því kallar Tónlistarfélagið eftir tillögum og er gert ráð fyrir að valið verði úr þeim á fundi 8.mars.

Stjórn Tónlistarfélags vonast til að fá sem flestar hugmyndir, þó ljóst megi vera að fjárhagur muni ekki duga til að framkvæma þær allar. Hvetjum við því alla Ísfirðinga og ekki síst félagsmenn, fyrrverandi nemendur, kennara og stjórnarmenn sem hafa innsýn í sögu félagsins og tónlistarlíf á Ísafirði til þátttöku.

Tillögur sendist til Steinþórs Bjarna Kristjánssonar stjórnarformanns á emailið duik@simnet.is, í síðasta lagi 7.mars 2018.

DEILA