Óháðir bjóða fram með sjálfstæðismönnum í Bolungarvík

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík hefur ákveðið að bjóða áfram fram undir merkjum Sjálfstæðismanna og óháðra til sveitarstjórnarkosninga í Bolungarvík.

Þrír aðilar hafa verið fengnir til að vinna að uppstillingu á lista og verða tillögur um einstaklinga á framboðslistann að berast þeim á næstu vikum. Það eru Anna S. Jörundsdóttir (s. 894 1494), Finnbogi Bjarnason (s. 863 9934) og Þorsteinn Másson (s. 696 6565) og geta þeir sem áhuga hafa á að vinna með framboðinu í þágu bæjarfélagsins sett sig í samband við þau.
Sjálfstæðismenn og óháðir stefna að öflugu framboði sem byggir á því góða starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili og hafa hug á að endurráða núverandi bæjarstjóra, Jón Pál Hreinsson.
-Gunnar
DEILA