Nýtt fráveitukerfi kostar 300 milljónir

Mest ríður á að koma fráveitumálum í viðunandi horf í Pollinum á Ísafirði.

Verkfræðistofan Verkís hefur gert úttekt á fráveitumálum Ísafjarðarbæjar og lagt mat á kostnað við fjárfestingu sem myndu uppfylla umhverfiskröfur á þéttbýlisstöðum bæjarins; á Ísfirði, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Allar útrásir voru skoðaðar og teknar myndir af þeim og lagt mat á ástand þeirra. Rennslismælingar voru gerðar í helstu stofnlögnum í fráveitukerfinu og sýni tekin til að meta mengun. Punktasýni voru tekin á níu stöðum í Pollinum og fyrir utan hann, til að fá hugmynd um styrk gerlamengunar.

Í framhaldi voru gerðar kostnaðaráætlanir fyrir útbætur fyrir hvern stað fyrir sig, sem myndu duga til að koma þessum málum í viðunandi horf og standast reglugerð um fráveitur. Heildarkostnaður er metinn á um 300 milljónir króna sem hægt væri að framkvæma á nokkrum árum.

Ljóst er að hér er ekki aðeins um umhverfismál að ræða heldur jafnframt heilbrigðismál, þar sem örverur sem fylgja fráveitu eru hættulegar mönnum og geta valdið alvarlegum sjúkdómum eða sýkingum.

Því er nauðsynlegt að tryggja fjármagn til úrbóta hið fyrsta og skipuleggja með hvaða hætti verður unnið á þessu vandamáli.

DEILA