Nýr ritstjóri ráðinn hjá BB

Spennandi tímar eru framundan hjá fréttavefnum BB, en Margrét Lilja Vilmundardóttir hefur verið ráðin til starfa sem ritstjóri blaðsins. Hún hefur störf nú þegar. Hún er menntaður íslenskufræðingur og er með BA próf í guðfræði.

Margrét Lilja segir að til standi að ráðast í skemmtilegar breytingar með ýmsum nýjungum, sem gaman og áhugavert verði að takast á við. “Við munum breyta ýmsu, halda öðru og endurvekja sumt gamalt og gott. Markmiðið er að byggja upp öflugan, fjölbreyttan og áhugaverðan fréttamiðil um Vestfirði, fyrir landið allt.” Margrét Lilja tekur fram að þetta sé stórt tækifæri sem hún sé þakklát fyrir. “Ég vona svo sannarlega að við hjá BB náum að halda áfram að byggja upp þennan mikilvæga fréttamiðil og koma málefnum, mannlífi og menningu svæðisins á framfæri.”

Við bjóðum Margrét Lilju velkomna til starfa.

DEILA