Nóg að gera hjá fisksala á föstunni

Blaðamaður BB kíkti við hjá fisksalanum á Ísafirði, Kára Jóhannssyni í Fiskbúð Sjávarfangs og spurði hvort mikið væri að gera á föstunni. Kári sagði að það væri alltaf mikið að gera en hann hefur orðið var við fólk, af erlendu bergi brotið, sem kemur þessa dagana og kaupir fisk af trúarlegum ástæðum. „Það er eitt af kostum fjölmenningar að við þroskumst og þróumst með nýjum siðum“

„Fastan, sjö vikna fastan hefst með öskudegi og lýkur að kvöldi laugardagsins fyrir páska. Það eru 46 dagar, reyndar, en sex sunnudagar föstunnar teljast ekki með, vegna þess að sunnudagur er alltaf minning upprisu Krists og því var og er aldrei fastað á sunnudegi.

Frumkirkjan nýtti föstuna til að læra að beygja „holdsins og hjartans kné“ með líkamlegri föstu, og fræðslu um meginatriði trúarinnar, og æfingu í innlifun, bæn og íhugun. Kirkjan þarf að endurheimta föstuna í trúarlífi og iðkun. Hún þarf að verða okkur tími endurnýjunar þeirrar trúar sem við vorum skírð til, tími endurmats og iðrunar, til þroska í bænalífi, styrkingar í trú og kærleika. Fastan hvetur okkur til að breyta á einhvern hátt lífsvenjum og neyslu til að tjá samstöðu með þeim sem líða skort, og samstöðu með jörðinni sem líður vegna neysluþarfa okkar. Fastan minnir okkur líka á að trúin er ekki aðeins hugarstarfsemi“

Heimild Þjóðkirkjan

-Gunnar

DEILA