Mars heilsar kuldalega

Veðurstofan spáir norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum í dag. Skýjað með köflum en stöku él á morgun. Frost 1 til 6 stig. Spáð er norðan- og norðaustanáttum fram í næstu viku með kólnandi veðri, éljum eða snjómuggu norðan- og austanlands, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Veðurfræðingur segir í hugleiðingum sínum að marsmánuður heilsi kuldalega, hvað sem síðar verður.

DEILA