Litlar breytingar í kortunum

Von er á litl­um breyt­ing­um í veðrinu næstu daga, linnu­lít­il norðaustanátt með élj­um fyr­ir norðan og aust­an, en að mestu bjart sunn­an- og vest­an til. Áfram kalt í veðri og ekki út­lit fyr­ir að hiti fari mikið yfir frost­mark eins langt og spár ná, seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á vef Veður­stofu Íslands. Á Vestfjörðum verður norðaustanátt í dag,  5-13 m/s og stöku él, einkum norðantil. Frost 2 til 8 stig.

Vetr­ar­færð er á Vest­fjörðum, víðast hálka eða snjóþekja og sums staðar skafrenn­ing­ur eða él. Þæf­ings­færð er á Kletts­hálsi og Stein­gríms­fjarðar­heiði.

Veðurhorfur næstu daga:

Föstudag og laugardag

Norðaustan kaldi og él með norður- og austurströndinni, en hægari um landið suðvestanvert og lengst af léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, mildast með suðurströndinni.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag

Norðaustlægar áttir og él, en að mestu bjart um landið vestanvert. Áfram frost um allt land, en frostlaust með suður- og suðvesturströndinni yfir hádaginn.

DEILA