Herðir á frostinu 

Á fyrsta degi marsmánaðar er hann lagstur í norðan- og norðaustanáttir með hefðbundnu vetrarveðri: éljum eða snjókomu á Norður- og Austurlandi, en að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan. Ekki er útlit fyrir breytingar á veðurlagi fram yfir helgi og eins og við er að búast kólnar þegar á líður og herðir á frostinu.

Greiðfært er um þjóðvegi á láglendi á Vestfjörðum en hálkublettir á fjallvegum.

DEILA