Góð veðurspá fyrir Strandagönguna

Frá Strandagöngunni í fyrra, Mynd: Mundi Páls.

Nú styttist í Strandagönguna og skráning gengur vel. Spáin fyrir laugardaginn er góð í Selárdal en yr.no spáir ANA 4 m/s, -4°c frost, úrkomulaust og sólskin með köflum.

Gengnar verða þrjár vegalengdir; 5, 10 og 20 km. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni. Að lokinni göngu verður boðið upp á kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu í Félagsheimilinu á Hólmavík

-gunnar

DEILA