Farnir að ná í Pál Pálsson

Nýr Páll Pálsson í skipasmíðastöðinni í Kína.

Skipverjar á Páli Pálssyni ÍS eru farnir til Kína til að undirbúa heimsiglingu. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., vonast til að skipið leggi af stað innan viku til tíu daga. „Þetta er á lokametrunum. Þeir eru farnir út og eru að undirbúa heimsiglinguna. Fara núna að kaupa kost og annað“ segir Einar Valur. Sjö manns verða í áhöfn og þeirra bíður löng sigling, eða um 45 dagar, og ætlunin er að sigla Súesskurðinn.

Þegar heim er komið, sem gæti orðið eftir tæpa tvo mánuði, tekur við vinna á millidekki sem gæti tekið um einn mánuð. „Þeir hjá 3X setja upp allan búnað á millidekki og þá verður skipið klárt í fyrsta túr,“ segir Einar Valur.

Smíði á nýjum Páli Pálssyni hófst sumarið 2014.

DEILA