Andri Rúnar skoraði í sigurleik Helsingborgar

Bolvíski fótboltamaðurinn Andri Rún­ar Bjarna­son var á skot­skón­um fyr­ir Hels­ing­borg um helgina, en hann skoraði þá tvö marka liðsins í 3:0-sigri gegn Tvååkers í lokaum­ferð riðlakeppn­inn­ar í sænsku bik­ar­keppn­inni í knatt­spyrnu. Andri Rúnar var nærri því að skora fleiri mörk, en í tvígang átti hann skot í stöng. Mörk Andra Rúnars komu bæði í fyrri hálfleik áður en Hels­ing­borg inn­siglaði sig­ur­inn í blá­lok­in. Þetta voru fyrstu mörk hans fyr­ir Hels­ing­borg eft­ir að hann gekk í raðir liðsins frá Grinda­vík í vet­ur.

Sænska bik­ar­keppn­in er leik­in í átta fjög­urra liða riðlum, þar sem sig­ur­veg­ar­ar riðlanna kom­ast í átta liða úr­slit sem eru leik­in sem hefðbund­in út­slátt­ar­keppni.

Sigurinn dugði Helsinborg ekki til að komast áfram í bikarnum en liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins, með jafnmörg stig og sama markahlutfall og Örebro sem hafði betur í innbyrðis viðureignum liðanna.

Hér má sjá mörk Andra Rúnars.

 

DEILA