Veðurstofan varar við éljagangi

Veðurstofan varar við éljagangi á öllu vestanverðu landinu næsta sólarhringinn. Mikið kóf er á Hellisheiði og Þrengslum og þar töluvert blint. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland Vestra og Suðausturlandi.

Á morgun lægir smám saman og styttir upp um landið vestanvert í eftirmiðdaginn. Það er hins vegar skammgóður vermir, því aðfaranótt miðvikudags er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með snjókomu, en slyddu eða rigningu um tíma á Suður- og Vesturlandi

Færð á vegum:

Á Vestfjörðum er víða hálka, snjóþekja og éljagangur. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, og á Svínadal.

DEILA