Uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur 65 milljörðum

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Fjár­veit­ing­ar til vega­mála hafa und­an­far­in ár verið langt und­ir viðhalds- og fram­kvæmdaþörf­um. Á sama tíma hef­ur akst­ur á veg­um hins veg­ar auk­ist veru­lega. Þetta kom fram í sam­an­tekt sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi sl. föstu­dag.

Upp­söfnuð viðhaldsþörf er sögð nema um 65 millj­örðum króna, þar sem fjár­veit­ing til viðhalds vega hafi verið um­tals­vert lægri en þörf­in und­an­far­in ár og því liggja veg­ir víða und­ir skemmd­um. Eins er þörf­in fyr­ir styrk­ing­ar og end­ur­bæt­ur vega mik­il og upp­safnaður vandi vegna þessa tal­in ná­lægt 50 millj­örðum króna.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­gönguráðuneyt­inu seg­ir að vax­andi ferðaþjón­usta sé stór þátt­ur í auk­inni viðhalds og fram­kvæmdaþörf, en í fyrra  jókst akst­ur um allt að 11%.

Bent er á að fram­kvæmd­ir séu háðar verk­efna­bundn­um fjár­veit­ing­um og t.am. sé sú fram­kvæmd að tvö­falda stofn­leiðir til og frá höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­nes­braut, Suður­lands­veg og Vest­ur­lands­veg um Kjal­ar­nes met­in á um 60 millj­arða króna. Heild­ar­fram­lög til ný­fram­kvæmda árið 2018, eru hins veg­ar ekki nema 11,7 millj­arðar króna.

Meðal þeirra fram­kvæmda sem þörf er að ráðast í eru fram­kvæmd­ir á Vest­fjörðum í fram­haldi af Dýra­fjarðargöng­um, jarðganga­teng­ingu Seyðis­fjarðar, end­ur­bæt­ur á Hring­vegi og út­rým­ing ein­breiðra brúa á hon­um, en kostnaður við þetta er met­inn á um 100 millj­arða króna. Þá sé einnig afar brýnt að tvö­falda stofn­leiðir til og frá höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­nes­braut, Suður­lands­veg og Vest­ur­lands­veg um Kjal­ar­nes en líkt og áður sagði er kostnaður við þær fram­kvæmd­ir met­inn á um 60 millj­arða króna.

DEILA