Til skoðunar að loka veginum til Súðavíkur

Snjóflóðahætta er möguleg á veginum um Súðavíkurhlíð í dag. Veðurstofan spáir að það hvessi þegar líður á daginn og að hann gangi í norðaustan 18-25 m/s með snjókomu eða slyddu, einkum á norðanverðum Vestfjörðum.

Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum segir lokun sé til skoðunar og verði metin í dag.

Veginum var lokað á laugardag og varði sú lokun til mánudagsmorguns. Þegar snjóruðninsmenn ruddu veginn höfðu fallið 30 snjóflóð úr Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð.

DEILA