Þrír sóttu um Patreksfjarðarprestakall

Patreksfjarðarkirkja.

Þrír sóttu um embætti sóknarprests Patreksfjarðarprestakalls, þeir Alfreð Örn Finnsson, Arnaldur Máni Finnsson og Kristján Arason. Á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup skipi í embættin frá 1. mars til fimm ára. Matsnefndir um hæfni til prestsembættis fjalla um umsagnirnar. Þar á eftir fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar og kýs á milli umsækjendanna. Biskup skipar þá umsækjendur sem hljóta löglega kosningu.

DEILA