Þórður Gunnar til Barnsley

Þórður Gunnar Hafþórsson

Þórður Gunnar Hafþórsson, leikmaður meistaraflokks Vestra, er á leið til enska knattspyrnuliðsins Barnsley til reynslu. Þórður Gunnar, sem er 17 ára gamall kantmaður, verður vikutíma hjá liðinu að skoða aðstæður og sýna þjálfurum liðsins hæfileika sína en hann var valinn efnilegasti leikmaður Vestra á síðasta tímabili. Fréttasíðan fótbolti.net greindi frá.

Barnsley leikur í Championship deildinni, sem er næstefsta deild í enska boltanum.

Það var Gilles Mbang Ondo sem tengdi Barnsley og Þórð saman. Hann lék með Vestra í fyrra og starfar sem njósnari fyrir umboðsskrifstofu fyrir ensk félög.

DEILA