Taka við Þingeyrarvefnum

Arnar og Arnhildur Lilý.

Þeir Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa látið af störfum sem umsjónarmenn Þingeyrarvefjarins, en þeir ritstýrðu vefnum um langt árabil.  Þingeyrarvefurinn hefur um langa hríð verið fróðleg og skemmtileg fréttaveita um málefni Dýrafjarðar í víðum skilningi.

Forsvarsfólk Blábankans á Þingeyri, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson, hafa tekið við stjórnartaumunum á Þingeyrarvefnum. Blábankinn er þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem tók til starfa síðastliðið haust og hefur eftir fremsta megni stuðlað að bættri þjónustu við íbúa Þingeyrar auk þess að bjóða vinnuaðstöðu fyrir aðila í nýsköpun og skapandi greinum.

DEILA