Svava Rún sigraði Samvest

Svava Rún kom, sá og sigraði.

Söngvakeppni grunnskólanema, Samvest, var haldin í Félagsheimilinu í Bolungarvík í gær. Svava Rún Steingrímsdóttir sigraði keppnina en hún lék á píanó og söng lagið Beautiful lies eftir Birdy. Í öðru sæti var Ólöf Máney Ásmundsdóttir sem söng lagið Watch eftir Billie Eilish. Karólína Mist Stefánsdóttir hafnaði í þriðja sæti en hún söng lagið Rainbow eftir Kesh.

Dómnefnd veitti einnig sérstök verðlaun fyrir leikræn tilþrif og þau féllu í hlut Einars Geirs Jónassonar sem söng lagið Telly eftir Tim Minchin.

Dómnefndina skipuðu Guðmundur Hjaltason, Hjörtur Traustason og Sigrún Pálmadóttir.

Keppnin fór fram fyrir fullu húsi og að henni lokinni var félagsmiðstöðvaball.

DEILA