Sunnanátt og væta

Veðurstofan spáir sunnanátt og vætu á Vestfjörðum í dag, 13-18 m/. Hiti verður 2 til 7 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að skil frá lægð sem er 650 km suðvestur af Reykjanesi eru að klára að ganga yfir landið.

Útlit er fyrir að næsta lægð komi upp að landinu á miðvikudag með talsverðri rigningu um landið sunnanvert og gengur í storm eða rok. Í hugleiðingum veðurfræðings er bent á að ennþá er nokkuð langt í miðvikudag og spár verða nákvæmari og óvissa minni þegar nær dregur.

Færð á vegum

Verið er að moka fjallvegi á Vestfjörðum. Þar er á köflum krap og mikil hálka.

DEILA